Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Þrjú mikilvæg skref til að fylgja þegar þú ert að byrja að vinna með Klaviyo

Það er geggjað að hlaupa maraþon. En að hlaupa maraþon í glænýjum skóm væri sennilega ekki ákjósanlegar aðstæður. Maður getur endað með blöðrur á fótunum þar sem það tekur venjulega nokkrar vikur að liðka til nýja hlaupaskó. En þegar það er búið þá eru þeir miklu betri í að hlaupa af fullum krafti og ánægjan verður þeim mun meiri.


En hvað hefur það að hlaupa til skó að gera með að byrja vinna með Klaviyo? Staðreyndin er sú að það krefst upphitunartímabils að byrja vinna með nýja tölvupóstþjónustu.
Rétt eins og það getur verið freistandi að hlaupa eins langt og hægt er í nýjum hlaupaskóm, þá getur líka verið freistandi að byrja strax að fullnýta alla möguleika Klaviyo.


Flestir vilja strax byrja á að senda á alla sem hafa skráð sig á póstlistann þeirra, en ef skipt er yfir frá Mailchimp eða annarri tölvupóst þjónustu, þá er gáfulegt að fara hægt af stað og hita upp IP töluna áður en byrjað er að senda út á allan listann. Ástæðan fyrir þessu er einföld... við viljum ekki enda í ruslpósti! 
Póstþjónustuaðilar eins og Gmail finnst grunsamlegt þegar mikið magn af tölvupósti birtist skyndilega frá nýrri IP tölu, og því er mikilvægt að sjá til þess að vel sé tekið í fyrstu póstana frá nýju kerfi. Ein örugg leið er að miða þessa fyrstu pósta að viðskiptavinum sem eru virkir og með mikinn áhuga á fyrirtækinu. 
Hérna eru þrjú skref til að fylgja á upphitunartímabilinu með Klaviyo. Þessi skref hjálpa til að ná til þeirra viðskiptavina sem eru hvað áhugasamastir um fyrirtækið og tryggja þar með að póstþjónustuaðilinn sjái að um traustan sendanda er að ræða.

Skref 1: Kveiktu á tölvupóstsflæði fyrir virka viðskiptavini

Skilaboð sem eru hluti af  welcome series eða  Abandoned Cart Flow fá venjulega góða viðtöku þar sem þau eru send til þegar áhugasamra eða virkra viðskiptavina. Með því að nota  welcome series venjulega sést um kringum 63% hærra hlutfall af opnuðum tölvupósti heldur en í hefðbundinni tölvupósts herferð. Þeir sem fá póst um ókláraðar pantanir eru áhugasamir þar sem þeir voru jú að versla á síðunni.
Í fyrstu viku eftir tengingu við Klaviyo, er góð regla að senda til mjög áhugasamra og virkra viðskiptavina. Þetta sér til þess að skapa gott orðspor sem sendandi og þar að leiðandi forðast ruslpósts síurnar.
Samhliða því að setja upp sjálfvirkt flæði fyrir virka viðskiptavini, þá er líka góð hugmynd að slökkva á öllu  re-engagement flæði sem er hægt að vera með í gangi (tölvupóstur til viðskiptavina sem hafa ekki sýnt áhuga á markpóstunum). Á meðan upphitunartímabilinu stendur eykst hættan á að þeir póstar verði flokkaðir sem ruslpóstur og skaði þar með orðspor sendanda. Á þessu tímabili er mikilvægt að vera varkár og vera aðeins í samskiptum við fólk sem vill virkilega heyra frá ykkur.

Skref 2: Byrjaðu að senda herferðir til virks hluta af markhópnum

Þegar flæðið eru stillt af og komið í gagnið, þá er hægt að byrja að senda herferðir til virks hluta markhópsins. Fyrir fyrstu herferðina skal miða við að opnunarhlutfallið sé yfir 30 prósent. Það hljómar kannski frekar hátt? Og er það vissulega.
En með markhópum í Klaviyo er hægt að miða á þá sem eru virkir og áhugasamur um vörumerkið (sem hjálpar að fá betra opnunarhlutfall). Til dæmis þeir sem hafa opnað og smellt á póst á síðustu 30 dögum á undan munu lenda í þessum markhópi. Hér eru nokkur einföld skref til að setja upp slíka markhópa (segments).


Smella á Lists & Segments vinstra megin í yfirlitsstikunni

Klaviyo Listar og markhópar

Smella á “Create List / Segment” í hægra horninu á skjánum

Create Segment in Klaviyo

Velja búa til markhóp eða “segment” (meira um markhópa  hér.) Eitt af því frábæra við markhópa er að þeir eru dýnamískir sem þýðir að fólki er bætt sjálfkrafa við ef það uppfyllir skilyrðin sem voru sett í byrjun.

Segment

Næst á að setja nafn við markhópinn sem auðveldar að bera kennsl á þann hluta markhópsins (svo sem “Mjög virkir notendur fyrir upphitunarferli”).

Nafn á markhópinn

Skrá eftirfarandi skilyrði til að byggja upp markhópa:
Það ef einhver er eða er ekki partur af lista > is > veldu svo listann.
Næst veldu “and”.


Það sem einhver hefur gert eða ekki gert > has > opened an email (frá Mailchimp eða öðrum þjónustuveitanda) > at least once > in the last > 30 days (ef fært er yfir frá Mailchimp eða öðrum þjónustuveitanda og þetta er fyrsti pósturinn þá er ekki ennþá kominn mælikvarði með Klaviyo um virkni notendana og best væri að styðjast við mælikvarða fráfarandi þjónustuaðila. Til að gera það á að slá inn nafn fráfarandi þjónustuaðila í “has” reitinn og smella á “Opened Email, Mailchimp” sem dæmi ef sá þjónustuaðili var Mailchimp).


Svo má ýta á "Create Segment"

Engaged user base

Eftir þessa fyrstu herferð skal miða við að reyna að ná opnunarhlutfalli í kringum 20 prósent á næstu 2 - 3 vikum. 


Hér eru nokkrar hugmyndir um mögulega markhópa sem hægt er að búa til:

  • Aðilar sem hafa smellt á tölvupóst á síðustu 60 dögum.
  • Aðilar sem hafa keypt af þér vöru á síðustu 60 dögum.
  • Aðilar sem hafa skráð sig á póstlistann og opnað tölvupóst á síðustu 60 dögum.

Eftir upphitunartímabilið þá má slaka aðeins á skilyrðunum fyrir virkni. En það er þrátt fyrir gott að vera á varðbergi fyrstu mánuðina gagnvart því að senda tölvupóst á aðila sem eru skráðir á listann en hafa hvorki opnað né smellt á neitt sem hefur verið sent á þau. Því jafnvel þótt að gott orðspor hafi verið byggt sem sendandi þá þarf samt að viðhalda því. Ef það er aðeins lítill hluti markhópsins sem sýnir gagnvirkni, þá vekur það upp grunsemdir hjá Gmail og öðrum þjónustuveitum. Þá er hætta á pósturinn geti verið flokkaður sem ruslpóstur jafnvel þegar kemur að viðtakendum sem myndu annars vera áhugasamir um innihaldið. 


Skref 3: Fylgjast með árangri
Á þessum fyrstu mánuðum þegar er verið að byggja upp orðspor, þá er nauðsynlegt að greina vel árangur herferðanna og póstflæði þannig að hægt sé að gera breytingar ef þörf er á. Hérna eru tveir lykilhlutir til að fylgjast með.

  • Að greina  flæðin. Það á að fylgjast vel með þegar kemur að hlutfalli opnunar og smella á pósta, sem og fjölda afskráninga. Þannig er hægt að fínstilla flæðið og tryggja að það muni skila árangri.
  • Að fylgjast  með herferðunum. Stjórnborðið hjálpar að fá innsýn í allar tölfræðilegar breytur sem viðkoma þeim sem verið er að senda á. Á meðan upphitunarferlið stendur, skal sérstök athygli vera á opnunarhlutfallinu og línuritinu sem sýnir “marked as spam,” og “hard bounces.” Ef það eru fáir að opna póstana þá er ráð að reyna finna virkari hóp viðskiptavina og aðlaga sneiðina eftir því. 

Hjá okkur er helsta markmið að ná árangri fyrir alla og besta leiðin til þess er að sjá til þess að skilaboðin komist til skila.
Ef þú vilt fá ýtarlegar leiðbeiningar þegar kemur að fyrstu sendingum þá skaltu skoða  þetta.


Tilbúin að ná árangri?  Byrjaðu að nota Klaviyo í dag.

Leit