Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Covid-19 og netverslun - góð ráð frá Koikoi

COVID-19 er þegar orðinn helsti atburður ársins 2020 og munu afleiðingarnar eflaust endast langt inn í þennan áratug.

Á þessum undarlegu tímum er engu að síður ljós í myrkrinu og þrátt fyrir sóttkví og einangrun eru sambönd að styrkjast og samfélög að myndast — allt frá líkamsræktarstöðvum sem bjóða upp á fría æfingartíma á netinu, ókeypis ráðleggingar frá sérfræðingum, fyrirtæki sem eru reiðubúin að gefa af sér og nágrannar sem bjóðast til að fara í búðina til að versla fyrir ókunnuga aðila.

Það hefur að öllum líkindum aldrei verið mikilvægara fyrir fyrirtæki að hlúa að eigin rásum á borð við heimasíðu, vefverslun, markpósta og viðmót í snjallsímum.  Fjölmörg fyrirtæki hafa orðið illa fyrir barðinu á minnkandi sölu og þá einna helst af sökum þess að neysluvenjur og aðgengi að vörum og þjónustu hefur umturnast aðeins á fáeinum vikum fyrir tilstilli COVID-19. Fjölmargar verslanir hafa neyðst til að loka dyrum til að minnka smithættu og til að vera samfélagslega ábyrg.

Mikil áhrif á stuttum tíma

Það er því áhugavert að skoða hver áhrifin hafa verið á netverslanir frá útbreiðslu veirunnar.  Mörg vefverslunar fyrirtæki hafa séð tekju aukningu sem nemur um og yfir 100 prósent á örskömmum tíma þar sem að kaupendur hafa ákveðið að færa flest kaup sín yfir á netið,  en á sama tíma eiga mörg fyrirtæki í gríðarlegum rekstrar erfiðleikum. 

Það sem við erum að sjá núna er að kaupendur eru farnir að halla sér að nauðsynja vörum – t.d. mat-og lyfjavörum. Þessi breyting á kauphegðun er líkleg til að halda áfram að þróast eða öllu heldur aukast til muna. Því lengur sem allir eru innilokaðir, því líklegra er að neytendur hallist meira að þægindum eða hégómalegri vörum – lúxus mat, tækni, dekur vörum og fleira. Þetta er þekkt hegðun á krepputímum, svokallað “lipstick effect”.

Kauphegðun breytist

Áhrif Covid-19 til dagsins í dag minnir margt á hvernig kauphegðun breyttist í Asíu á meðan SARS faraldrinum stóð yfir árið 2003.  Samkvæmt Quantum Metric Report, þá hefur netsala aukist um 52% í ár miðað við sama tíma í fyrra og fjöldi netkaupenda hefur aukist um 8,8% síðan veiran fór að breiðast út og þessar tölur aukast með hverjum deginum. Að auki eru margar vefverslanir að undirbúa sig fyrir þessar breytingar,  til að mynda þurfti netverslunar risinn Amazon nýlega að ráða 100.000 nýja starfsmenn í dreifingu vegna gríðarlegrar aukningar í pöntunum en eru á sama tíma í erfiðleikum með að afhenda vörur frá vöruhúsum sínum. 

Hér má sjá Google Trend niðurstöður fyrir leit á efni tengt netverslunum á Íslandi.

Koikoi - Google trends - netverslun

 

Tækifærin eru til staðar

Áhuginn er vaxandi og því mikilvægt fyrir fyrirtæki að setja aukna áherslu á eigin rásir og nýta þær til að tengjast núverandi og tilvonandi viðskiptavinum. Á þessum tímum mun skipta máli að ná til viðskiptavina á sem hraðasta en hagkvæmastan hátt til að ná árangri og munu því vel útfærðar áætlanir og sveigjanleiki hjálpa til með að ná settum markmiðum. Fyrirtæki þurfa að ná jafnvægi á milli niðurskurðar og fjárfestinga með því að greina í sífellu árangur og huga að bestun og aðlaga sig eftir þörfum og aðstæðum hverju að sinni.

 

Hvað þurfa fyrirtæki að huga að þegar það kemur að vefverslun á tímum COVID-19?

Nýjir kaupendur

Margir sem eru að versla í vefverslunum þessa dagana hafa mögulega aldrei gert það áður og er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að byggja upp traust tilvonandi viðskiptavina eða útskýra í það minnsta hvernig ferlið virkar með gagnvirkri nálgun og skýrum leiðbeiningum.  Þessi atriðið munu skipta sköpun til að veita góða upplifun á vefverslunar svæðum fyrirtækja.

Upplýsingaflæði

Viðskiptavinir í netverslunum hafa ótal spurningar um sendingarmáta, lagerstöðu, hreinlæti og fleira og eru því tækifæri til að ná til þeirra í gegnum vafra tilkynningar í snjalltækjum eða í gegnum tölvupóst og SMS. Nú er rétti tíminn til að vera í nánum samskiptum við núverandi viðskiptavini og halda áfram að styrkja tengslin og búa til grundvöll fyrir nýja viðskiptavini. 

Hér eru tækifæri fyrir vefverslanir að veita framúrskarandi þjónustu á netinu og mikilvægt að nota ekki einungis sjálfvirk forrit eða spjall botta til að eiga í samtali við viðskiptavini heldur gefa sér tíma til auðvelda viðskiptavinum lífið. 

Verðlaunum viðskiptavini sem sýna hollustu

Með örlítilli greiningarvinnu er hægt að sjá hvaða viðskiptavinir eru virkir á vefsíðum,  frá hvaða miðlum þeir eru að koma, hverjir hafa hætt við pöntun og hverjir eru mikilvægustu viðskiptavinirnir.

En til að fá heildræna yfirsýn þarf að hafa blöndu af mismunandi gögnum til að hægt sé að búa til gagnadrifna áætlun um hegðun neytenda. Ef fyrirtæki eru að nota hvatningarkerfi er til að mynda mikilvægt að hlúa að dyggum viðskiptavinum.

Það er að auki er jákvætt að bjóða upp á fríar heimsendingar og auka þjónustu ef möguleiki er fyrir hendi. Gott er að hafa í huga að ekki eru allir viðskiptavinir með sömu kaupsögu og því er mikilvægt að gera markhópa greiningu og tryggja að hver hópur fái viðeigandi skilaboð. Sá sem hefur verslað í eitt skipti þarf að öllum líkindum önnur skilaboð en viðskiptavinur sem hefur verslað þrisvar

Samhengi og skapandi lausnir

Við erum í miðjum heimsfaraldri en áhrif hans eru að sumu leyti staðbundin (local). Samhengið í auglýsingum, texta og á vefsíðum fyrirtækja munu því skipta miklu máli. 

Kannski eru myndir af stórum tónleikum ekki viðeigandi í herferðum einmitt á þessum tíma og orð eins og “stærsta verslunin” ekki passa. Það er því mikilvægt að hafa það í huga í herferðum á samfélagsmiðlum og þegar við kemur netverslun, að sýna samhug og rýna vel í móttöku neytenda. 

Vörumerkið skiptir máli

Nú er tíminn fyrir fyrirtæki að vera hreinskilin, áreiðanleg og auðmjúk. Við erum öll að upplifa þetta ástand saman og það er mikilvægt að sýna mannlega hluta fyrirtækisins. Ef það hefur einhvern tímann verið nauðsynlegt fyrir okkur að koma saman og hjálpa hvort öðru, þá er það núna. Eins og mörg fyrirtæki hafa þegar gert, þá getum við öll sýnt samfélagslega ábyrgð.

Forgangsröðun verkefna - Hafðu undirstöðurnar í lagi

Þetta eru vissulega undarlegir tímar. En ástandið er að öllum líkindum tímabundið og þegar það batnar er gott að vera tilbúin með öll þau verkfæri sem þarf til að halda áfram á fullum krafti. 

Við viljum ná réttu jafnvægi á milli niðurskurðar, fjárfestinga, sveigjanleika og skipulags. Það að þekkja kjarna viðskiptavini og sitt eigið vörumerki hjálpar mikið í þessu en einnig að hafa það í huga að þessi kreppa mun ganga yfir.
Í grunninn snýst vefverslun um að bjóða upp á rétta vöruúrvalið á réttum tíma. Veita góða upplifun á síðunni í þægilegu viðmóti og reyna að auðvelda viðskiptavinum lífið með því að versla á netinu.

Réttar áherslur

Til að hámarka árangur vefverslanna þurfa fyrirtæki að huga að netpósta markaðssetningu og sjálfvirknivæða póstútsendingar sínar. 35% af heildartekjum á netinu eiga að koma frá eigin rásum á borð við tölvupóst. 
Kostaðar auglýsingar skipta miklu máli varðandi sýnileika fyrirtækja á netinu og geta aukið sölu og leitt til frekari vöxt til framtíðar. Fyrirtæki þurfa að eiga í samtali við viðskiptavini sína og segja góða sögu til að aðgreina sig frá samkeppninni með efnis markaðssetningu.

Við þurfum að setja okkur í fótspor neytenda og á þessum tímum er mikilvægt að við stöndum saman sem ein heild þrátt fyrir erfiðar aðstæður, samdrátt og mikla samkeppni á meðal fyrirtækja. Með rétta hugarfarinu, tólum og tækjum eru allir vegir færir. 

Kveðja frá okkur í Koikoi.

Leit