Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Facebook Shops og Shopify (NÝTT)

Þótt Shopify hafi verið með tengingu við Facebook síðan 2015 sem auka rás til að selja vörur á Facebook í gegnum bakenda verslanna, virðist sem svo að bæði fyrirtæki hafi gert þó nokkrar viðbætur til hins betra.

Nú verður hægt að breyta útliti, litum, færa til vöruflokka og upplifun verður meiri "native" og markmið fyrirtækjanna er að þú upplifir kaupin í gegnum Facebook eða Instagram þegar viðskiptavinir klára kaupin í raun og veru í gegnum Shopify vefverslanir.  Sjá tilkynningu frá Shopify hér. 

Öll fyrirtæki sem hafa nú þegar sett upp Facebook eða Instagram Shop nú þegar munu fá tilkynningu frá Shopify fljótlega til að fá aukinn aðgang af þessum nýju tólum.

Shopify nefnir að þau fyrirtæki sem hafa ekki sett upp Facebook Shop að lausnin verði fáanleg innan nokkra mánaða.

Við hvetjum verslanir til að leika sér með þetta og prófa sig áfram því að geta boðið viðskiptavinum upp á aðra rás til að kaupa vörur eða þjónustu er ávallt kostur, en það er alveg ljóst að Facebook vill tengjast betur vefverslunum og hefur fyrirtækið reynt fjölmargar leiðir með misgóðum árangri.

Einnig má skoða frekari fréttir frá Shopify hér. 

Góðar stundir. 

Koikoi. 

Leit