Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Helstu nýjungar frá Shopify Reunite 2020 - samantekt frá Koikoi

Þann 6.- 8. maí 2020 hefði Shopify Unite ráðstefnan átt að fara fram í Toronto. Við hjá Koikoi vorum orðin ansi spennt fyrir mæta á svæðið í þriðja sinn og fá kynningu á nýjustu viðbótum frá Shopify. Það er alltaf gaman að hitta aðrar vefstofur og tengjast við Shopify Partners víðsvegar um heiminn, nördast aðeins og gera sér glaðann dag. Í ljósi ástandsins í heiminum var þó að vitaskuld hætt við viðburðinn í ár og í staðinn var ákveðið að halda Reunite viðburð á netinu sem var haldinn 20. maí 2020.

Við ætlum að stikla á stóru hlutunum - en þegar þessi grein er skrifuð ætti að vera komin uppfærsla frá Shopify með helstu breytingum. Við munum uppfæra þetta skjal og bæta við tenglum neðst í greinina.

Til að byrja með lagði Shopify áherslu á að þau eru meðvituð um þær áskoranir sem lítil og stærri fyrirtæki standa andspænis fyrir í augnablikinu og eru markvisst að reyna finna lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna.

Mikið af þeim lausnum sem Shopify hefur verið að vinna markvisst að snúa að Shopify Payments og að hjálpa fyrirtækjum með tekjustreymi og veita verslunum þar á meðal lán fyrir markaðsaðgerðum og þróun á þeirra vefsvæðum. Shop Pay verður kynnt á þessu ári en einungis fyrir US markaðssvæði.  

Við hjá Koikoi áður Vínber höfum átt í samtali við Shopify í nokkur ár í að innleiða Shopify Payments til Íslands og vonandi gerist það von bráðar, en Danmörk hefur nú þegar geta tekið við þeirri lausn. 

Shopify auðveldar leiðina að vefsölu fyrir fyrirtæki

Fyrsta nýjungin sem er um að ræða er nýtt þema "Express" sem er aðgengilegt öllum og sérstaklega hugsað fyrir veitingageirann, enda hefur sá iðnaður þurft að endurhugsa ansi margt upp á síðkastið. Þemað er svokallað “one pager”, stílhreint og aðgengilegt en þó með mjög öfluga grunnvirkni fyrir sölu á veitingum.

Shopify

Einnig geta allir núna selt gjafakort óháð því hvaða Shopify plan er verið að nota og búið er að innleiða "Tipping" eða þjórfé virkni þegar verið er að ganga frá greiðslu. Það passar kannski ekki alveg við Íslenskan markað en þó hægt að leika sér með á ýmsan hátt, sem dæmi nota það til að gefa smá til góðgerðarmála með hverri sölu. Sjá nánar um það hér!

Gjaldmiðlar og vörur í áskrift

Fleiri gagnlegir hlutir eru svo á leiðinni á þessu ári, má þar nefna aukna áherslu á að geta haft verslanir fyrir mismunandi lönd. Er þá hægt að stilla mismunandi tungumál og gjaldeyri beint inni í þema í staðinn fyrir að þurfa vera með sér þema fyrir hverja búð. Fyrirtæki geta nú loksins stjórnað sínum gjaldmiðlum betur enda er óhættt að segja að íslenska krónan geti flökktað til og frá. Vonandi fáum við fljótlega Shopify Payments hér á Íslandi til að getað virkjað þennan eiginleika. 

Svo er verið að vinna í aukinni sérsníðingu fyrir allar síður verslunarinnar, leiðum til að selja hluti í áskrift og innbyggðu “up-sell” kerfi. Þetta er eitthvað sem að notendur og Partners hafa kallað á í mörg ár og verður þessi eiginleiki tilbúinn á þessu ári. Vörur í áskrift, loksins!

Nýjar leiðir fyrir fyrirtæki

Allt er þetta mjög spennandi en kannski það sem við vorum spenntust fyrir var aukin áhersla á að selja matvöru og möguleikann á að selja hluti eftir vigt. Þetta er eitthvað sem við höfum rekið okkar á í okkar verkefnum og krefst í dag sér forritunar.

Aukin viðskipti með betri sendingaþjónustu

Lögð var áhersla á innbyggð kerfi til að sækja vörur í búð eða senda í nærumhverfinu er líka annað sem við erum spennt fyrir, en eins og er þá er nauðsynlegt að styðjast við app frá utanaðkomandi aðila til að það gangi auðveldlega fyrir sig.

Shopify POS uppfærslur

Að lokum má svo nefna Shopify POS sem var endurhannað frá grunni fyrir stuttu, þar eru nú margir möguleikar sem taka tillit til Covid-19 og öryggi viðskiptavina.

Aukin samþætting við samfélagsmiðla

Einnig er komin betri samþætting við Facebook og Google, nú er hægt að vera með litla búð á Instagram sem tengist beint við Shopify verslunina. Einnig hefur Facebook Shop verið kynnt til leiks og í lok árs munu Shopify verslanir geta skráð vörurnar sínar á Google Shopping þeim að kostnaðarlausu. 

Hönnun,"Sections" og "Drag and Drop"

Þessi viðbót var kynnt í fyrra á Unite og er hún aðgengileg fyrir Partners í dag en verður kynnt betur til leiks á þessu ári fyrir alla verslunareigendur. Þetta mun auðvelda öllum að gera enn betri síður og fyrir vikið verður hægt að útfæra fleiri valkosti með einföldum hætti. Sjá nánar hér.

Shopify Email

Er frábær viðbót og hentar fyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref í markpóstum. Við mælum þó ennþá með Klaviyoenda gríðarlega öflugt og sérhæft í einu hlut! Hámarka sölu með sjálfvirkni í huga. 

Við hvetjum ykkur til að kíkja á upptökuna frá viðburðinum ef þið viljið kynna ykkur þetta frekar, margt annað spennandi sem kom þar fram. Eins og Shopify Ping spjallið, Shop app-ið, nýjungar í vöru, pöntunar og birgðarstjórnun ásamt Shopify Fulfillment Network og margt fleira. 

Fullt af skemmtilegum nýjungum til að prófa og ekki hika við að senda okkur í Koikoi línu ef það er eitthvað sem helst. Í næstu viku er svo sérstakur Shopify Partners dagur fyrir vefstofur og þar verða kynntar fleiri nýjungar sem við munum segja ykkur strax frá og þær berast.

Njótið dagins og gangi ykkur vel í vegferð ykkar með Shopify. 

PS. Við biðjumst velvirðingar ef það eru stafsetningarvillur í greininni - við höfðum ekki tíma fyrir prófarkalestur að þessu sinni. 

Öll samantektin frá Shopify má finna hér!

Hér má skoða myndbands upptökur frá hátíðinni hér!

Kveðja frá Koikoi -

Sérfræðingar í vefverslunum og stafrænni markaðssetningu með áherslu á eigin miðla/rásir. 

Leit