Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Helstu nýjungar frá Shopify Unite 2021

Á Shopify Unite 2021 árlegum viðburði samstarfsaðila Shopify voru kynntar margar skemmtilegar nýjungar fyrir Shopify umhverfið. Koikoi hefur nú verið Shopify Partner í mörg ár og erum við gríðarlega spennt fyrir þessum uppfærslum sem þau voru að kynna.

Shopify umhverfið er í stanslausum vexti en um 450 milljón manns kláruðu kaupin í gegnum Shopify árið 2020 og svo slógu þau met í BFCM sölum með í kringum 5 milljarða í sölu þá daga.

Þeirra markmið með þessum uppfærslum er að auka möguleika fyrir sérsníðingu, auka hraða á síðum og gera allt kaupferlið skilvirkara. Í stuttu máli eru þau að reyna gera mikilvægu hlutina einfalda fyrir fyrirtæki, viðskiptavini sem og allt annað sem forritari getur haft áhrif á í umhverfinu.


Netverslun 2.0

Shopify tilkynnti samblöndu af nýjum eiginleikum og endurbótum sem auka verulega möguleikana á að sérsníða netverslun og hafa stjórn á útlitinu. Þetta gefur aukin sveigjanleika og straumlínulagar margt sem var hægt fyrir.


Sérsniða hverja síðu fyrir sig án þess að breyta kóða

Með “sections” og “blocks” er nú hægt að sérsníða allar síður í vefversluninni (checkout líka) - þá bæta við, endurraða og fjarlægja efni - án þess að breyta kóða.


Metafields

Seinna á þessu ári verður hægt að skilgreina, breyta og tengja metafields í admin.

Metafields býður upp á að breyta vörum og variants beint inn á vörusíðunum. Þetta gæti verið til dæmis að sýna viðeigandi stærðartöflu fyrir tiltekinn söluaðila.


Dawn þema

Shopify var að kynna nýtt þema til leiks sem er það hraðasta hingað til og er byggt mikið á mynda miðuðum vörusíðum, fallegri vöru uppsetningu og snjöllu litakerfi. Þemað verður aðgengilegt seinna á árinu.

Meira um Dawn: https://shopify.dev/themes/tools/dawn?shpxid=5905e413-9D8F-4736-D70D-588D6351952D

Dawn nýtt þema frá Shopify hraði

Custom alla leið

Nú opnar Shopify Storefront API enn meiri viðskiptamöguleika, eins og alþjóðlega gjaldmiðla á heimsvísu, "local pick up", “pick up only” staðsetningar og einnig uppfærslur í áskriftar möguleikum. Þú hefur núna aukna möguleika á að búa til sérsniðna vefverslun með þessum tækni stakki.


Aðrir nýjungar

Að auki komu skemmtilegar viðbætur sem eru ekki enn aðgengilegar á Íslandi en meðal annars er það heildsölu markaðstorg “Handshake” sem gerir fyrirtækjum kleift að selja í heildsölu þar án þess að fara í flóknara kerfi, Payments Installments sem gerir fyrirtækjum kleift að bjóða upp á raðgreiðslur, smávegis breytingar með Shopify Email og fleiri möguleikar með Shopify Payments. Hægt að kynna sér það hér:https://www.shopify.com/payment-gateways

Shopify POS notað í búð - verslun

Við hvetjum ykkur til að kíkja á upptökuna frá viðburðinum ef þið viljið kynna ykkur þetta frekar, það kom margt annað spennandi þar fram.

Við erum búin að bíða lengi eftir sumum af þessum breytingum en þær eru sérstaklega áhugaverðar fyrir forritara sem og alla þá sem finnst gaman að fara aðeins út fyrir rammann og fikta í þemum.

Hér má skoða myndbands upptökur frá hátíðinni hér!

Leit