Þessi grein fer yfir hvernig hægt er að samþætta Shopify og Klaviyo, samstilla áskrifendur af Shopify fréttabréfinu við lista í Klaviyo og bæta við vefsporum í Shopify búðum. Eftir samþættinguna er hægt að ákveða hvort það á að samstilla öll fyrirliggjandi skráningarform við Klaviyo.
Að virkja Shopify samþættinguna
Það eru þrír möguleikar þegar kemur að samþættingu Klaviyo við Shopify.- Bæta Klaviyo smáforritinu við í Shopify App Store
- Bæta við Shopify samþættingunni í Klaviyo “getting started wizard” (ef byrjað er frá grunni)
- Bæta við Shopify samþættingunni í “Integrations” flippanum í Klaviyo reikningnum
- Í “Integrations” flipanum í Klaviyo reikningnum og má finna “Shopify integration”. Síðan áframsendir á Shopify stillingarnar fyrir samþættingu.
-
Settu inn slóðina (URL) á Shopify búðinni þinni og smelltu svo á “Connect to Shopify”. Það eru svo þrjár viðbótar stillingar:
- Skráðu viðskiptavini sem hafa hakað við “Accept Marketing” á Klaviyo lista
- Þessi aðgerð leiðir til þess að allir viðskiptavinir sem hafa samþykkt að fá markpóst hjá síðunni munu bætast við sjálfkrafa við listann sem er valin í fellivalmyndinni. Lestu meira um að samstilla áskrifendur fréttabréfsins hérna.
-
Bættu sjálfkrafa við javascript fyrir Klaviyo (mælt með)
Þetta setur sjálfkrafa inn “Klaviyo's Active on Site tracking snippet”. Það má ákveða að setja þetta inn handvirkt seinna með því að fylgja þessum leiðbeiningum. - Uppfærðu notendaupplýsingar Shopify með gögnum frá Klaviyo. Þessi valkostur samstillir ýmsar upplýsingar líkt og fornafn, eftirnafn, “Accepts Marketing” og fleira frá Klaviyo yfir í Shopify. Haka aðeins í þennan möguleika svo gögn frá Klaviyo taki yfir samsvarandi gögn í Shopify. Lestu meira um að samstilla gögn í Klaviyo við gögn í Shopify.
-
Þegar allar stillingar eru komnar inn má ýta á “Connect to Shopify”. Síðan færist sjálfkrafa yfir í Shopify.
-
“Install App”. Samstillir Shopify gögnin við Klaviyo og flytur svo aftur á Klaviyo aðganginn.
5. Grænt “success” merki gefur til kynna að gögnin eru að samstillast með Klaviyo. Shopify samþættingin er nú virk!
Að samstilla áskrifendur Shopify fréttabréfsins við Klaviyo lista
Það er mikilvægt að samstilla þá sem eru á Shopify póstlistanum sjálfkrafa við þá sem eru á Klaviyo fréttabréfslistanum. Viðskiptavinir Shopify hafa möguleika á að samþykkja markpóst þegar þeir klára kaup eða þeir geta skráð sig á skráningarformum Shopify.
Til viðbótar við þá möguleika sem Shopify býður upp á til skráningar, þá geta viðskiptavinir skráð sig í gegnum skráningarform Klaviyo eða í gegnum skráningarform í “popup” gluggum eða “list-growth” smáforritum. Hér má lesa nánar um að samstilla skráningarformin við Klaviyo, eða læra meira um samþættingu við popup eða list-growth smáforrit.
Nýir áskrifendur að fréttabréfinu eru samstilltir í rauntíma með Shopify samþættingunni.
Ef verið er að styðjast við Shopify þema frá utanaðkomandi aðila, þá þurfa skráningarform þemans að nota “Newsletter” taggið fyrir nýja áskrifendur til að Klaviyo geti sjálfkrafa samstillt þessa áskrifendur við Klaviyo lista. Það er hægt að hafa samband við framleiðanda þemans, eða breyta frumkóðanum og bæta við eftirfarandi kóða sem “hidden input tag” í “input group” formsins:
<input type="hidden" name="contact[tags]" value="newsletter">
Skoðum hvernig er hægt að stilla Shopify samþættinguna þannig að Shopify áskrifendum verði sjálfkrafa bætt við Klaviyo lista.
Inn á Shopify samþættingu (integration page) síðunni má haka í reitinn “Subscribe customers who Accept Marketing to a Klaviyo list”, og velja lista frá fellivalmyndinni. Þegar valin er listi til að samstilla skal smella á “Update Shopify settings”.
Um leið og samþættingin er komin í gang mun prófill viðskiptavina breytast og benda á hvort viðskiptavinurinn samþykkir markpósta. Þetta kemur fram sem annað hvort “true” eða “false”. Hér fyrir neðan er dæmi um hvernig þetta myndi birtast á prófíl viðskiptavinarins í Klaviyo.
Ef þú vilt kynna þér frekar hvernig "Accepts Marketing" skráningunni (property) er stjórnað í Shopify, skoðaðu þá þeirra eigin umfjöllun. Þessi skráning samstillist ávallt við Klaviyo óháð hvort viðskiptavinurinn er sérskráður sem jákvæður fyrir markpóstum á lista.
Shopify samstillir “Accepts Marketing” skráninguna við Klaviyo. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að skráning Shopify á “Accepts Marketing” endurspeglar ekki hvort viðkomandi sé skráður á fréttabréfs (Newsletter) lista hjá Klaviyo. Þess vegna geta komið upp tilvik þar sem einstaklingur er með “Accepts Marketing “ skráninguna “false” en er samt sem áður áskrifandi að fréttabréfinu:
- Ef að viðskiptavinur klárar kaup en merkir ekki við að vilja fá markpóst á þeim tíma, en skráir sig síðan seinna á skráningarformi (signup form), þá verður þeim samt bætt við.
- Ef að viðskiptavinur klárar kaup og samþykkir að fá markpóst, þá er þeim bætt við fréttabréfs listann. Ef þeir síðan versla aftur síðar, þá er ekki ólíklegt að þeir skrái sig ekki aftur þar sem þeir hafa nú þegar gert það. Út frá hvernig síðan er sett upp þá gæti Shopify tekið þessu sem að þessi aðili vilji ekki markpóst (Accepts Marketing = false.) Gott er að hafa augun opin fyrir þessu ef þessi kúnni á að haldast á listanum.
Bæta vefsporum (web tracking) við í Shopify verslun
Klaviyo býður upp á tvo möguleika til vefsporunar til að hjálpa til við að safna mikilvægum upplýsingum um viðskiptavini á vefsíðunni:-
“Active on site”
Þessi smákóði (snippet) fylgist með heimsóknum viðskiptavina á síðuna. Þetta er sett upp með innbyggðu JavaScript í Klaviyo. Við mælum með að setja þetta upp með því að haka í reitinn á Shopify samþættingar stillingar síðunni í Klaviyo. Hér má lesa um hvernig er hægt að handvirkt setja upp klaviyo.js.
Þessi smákóði fylgist með því þegar viðskiptavinir skoða ákveðna vöru.
Bættu við vefsporun í Shopify verslunina með því að setja inn smákóða frá Klaviyo inn í Shopify þemað þitt.
1.Í Klaviyo skaltu smella á Account fellivalmyndina og velja Setup Web Tracking. Þetta færir þig yfir á síðu með vefsporunar smákóðum Klaviyo.

2.Afritaðu (copy) seinni smákóðann (snippet).
Til að smákóðinn virki rétt þá er mikilvægt að bæta honum við á öllum vörusíðunum. Ef þú ert að notast við sérsniðnar (custom) vörusíður, þá gætirðu þurft að bæta kóðanum við aðra þema skrá, eða við hverja og eina sérsniðna vörusíðu.

7. Smelltu á tengilinn sem birtist þar sem þú settir inn slóðina. Þetta virkjar “Active on Site” atburð í Klaviyo reikningnum þínum.
Grænn “Data Received” hnappur staðfestir að vefsporun er núna rétt upsett.
Samstilla Shopify skráningarblöðin eða bæta við Klaviyo skráningarblaði
Að virkja Shopify samþættinguna gefur þrjá möguleika til að samstilla skráningarblöð við Klaviyo:- Samstilla “default” Shopify skráningarblöðin við Klaviyo lista.
- Bæta Klaviyo skráningarblaði við Shopify verslunina.
- Setja skráningarblað frá utanaðkomandi aðila inn á Klaviyo reikning.
Ef hakað er í reitinn Automatically add Klaviyo onsite javascript (recommended) á Shopify samþættingar stillingar síðunni þá er klaviyo.js þegar sett upp og Klaviyo skráningarblöðin eru virk. Þá má fara beint inn á skráningarblaða ritilinn og byrja að setja þar upp.
Ef Automatically add Klaviyo onsite javascript (recommended)var ekki fyrir valinu, þá þarf að setja handvirkt upp klaviyo.js.
Að fylgjast með samstillingu fyrirliggjandi gagna
Tíminn sem samstillingin tekur er háð því hvað verslun er með margar pantanir, viðskiptavini og vörur, það gæti því tekið allt frá nokkrum mínútum upp í nokkra klukkutíma að samstilla öll gögnin. Þegar því er lokið þá samstillast ný gögn við Klaviyo í rauntíma. Hægt er að fylgjast með framvindunni á Metrics flipann þegar byrjað er að samstilla.Í Placed Order mæligildi (metric) má breyta tímabili línuritsins til að sjá hvaða dagsetningar hafa verið samstilltar að fullu. Þegar samstillingunni er lokið þá gefur Shopify samþættingin í “Integrations” flipanum til kynna að henni sé lokið (complete).
Til að skoða eða uppfæra tímabeltisstillingarnar, má fara í stillingarnar fyrir reikninginn og skoða Contact Information > Organization hlutann.
Greining á vandamálum
Hér eru nokkur fljótleg úrræði við algengum vandamálum.Shopify samþættingin mín er ekki að samstillast
Ef þú telur að Shopify samþættingin sé ekki að samstilla gögn rétt, þá geturðu uppfært samstillinguna með því að gera eftirfarandi.- Í Klaviyo reikningnum, smelltu þá á Integrations flipann.
- Leitaðu að “Shopify integration” og smelltu á View Settings.
- Smelltu á bláa Update Shopify Settings hnappinn. Ef þú ert ekki þegar skráður inn á Shopify verslunina þá verður þér beint yfir til Shopify og þú beðinn um að skrá þig inn.
- Grænn “Settings Updated” kassi efst á síðunni staðfestir að samþættingin hafi verið uppfærð og sé að samstillast aftur. Þetta getur tekið allt að mínútu að birtast.

