Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Shopify Email frítt fyrir netverslanir

Þótt Shopify Email hafi verið kynnt fyrir vefverslanir á síðasta ári er þetta frábær viðbót fyrir verslanir sem vilja einfalt ESP (Email Service Provider) kerfi og verður frítt að nýta sér kerfið þar til 1. október 2020.


Þetta eru góðar fréttir fyrir verslanir sem eru að taka sín fyrstu skref í Email-markpóstum, en áhugavert er að skoða þessa þróun með tilliti til Mailchimp og ákvörðun þeirra að bjóða upp á sitt eigið vefverslunarkerfi eftir að hafa verið sparkað út úr Shopify umhverfinu á síðasta ári.


Vandmálið við allar þessar hrókeringar hjá Shopify og Mailchimp er þegar fyrirtæki ætla sér að verða fremst á öllum sviðum vefverslunnar og bjóða upp á alhliðalausnir, sem verða oft að miðlungslausnum þegar uppi er staðið og þjóna fáum.

Við fylgjumst spennt með hjá Koikoi hver framvindan verður hjá þessum fyrirtækjum, enda er markmið okkar að bjóða upp á tæknistakk miðað við þarfir viðskiptavina en ekki út frá okkar eigin hagsmunum og þörfum.

Hægt er að kynna sér Shopify Email hér. 

Njótið dagsins og áfram vefverslun!

Kveðja frá Koikoi. 

Leit