Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Uppsetning á Klaviyo í 9 einföldum skrefum

1. Setup Wizard

Fyrirtækið byrjar á því að að setja inn upplýsingar í Setup Wizard. 

Upplýsingar um fyrirtækið

Vefsíðan

Í hvaða starfsemi er fyrirtækið

Netfang

Lógó, liti, letur og fleira.

Það er alltaf hægt að breyta þessum upplýsingum í hægra horni undir "Account"

2. Sameining gagna í Klaviyo:

Hvort sem er verið að flytja gögn úr öðru kerfi eða bæta við á annan hátt þá er nauðsynlegt að flytja alla áskrifendur yfir í Klaviyo.

Í "Lists & Segments" er hægt að upphlaða CSV skjal. Það er einnig hægt að bæta við tengiliðum (upplsýingar um viðskiptavini) með því að afrita/líma úr Excel eða með því að nota Quick Add aðgerðina. Um leið og þessi listi er upphlaðinn má byrja að tengja  Signup Forms og  Subscribe Pages  á þann lista.

Klaviyo Lists and Segments for Email Marketing

3. Innleiðing gagna í Klaviyo.

Til að nýta alla möguleika Klaviyo sem best er lykilatriði að samþætta við núverandi netverslun, auglýsingar, þjónustuver eða fyrrum tölvupóstkerfi. Samþættingar munu hjálpa við að safna gögnum frá öðrum vettvöngum til að fullnýta í markaðssetningu á Klaviyo.

Allar innleiðingar eru í flippanum "Integrations".

Klaviyo Integrations for email marketing

4. Aðgreindu eða skilgreindu viðskiptavini - markhópar (Segments)
Markhópur er hluti af viðskiptavinum sem er aðskilinn út frá hegðun, kaupvenjum og hugtökum sem eru skilgreind í upphafi.  Markhópar eru dýnamískir, þeir minnka og stækka eftir hegðun og einkennum viðskiptavina. 

Aðgreining viðskiptavina gerir okkur kleift að senda viðeigandi upplýsingar til áhugasama. Viðskiptavinir munu hafa betri reynslu, tölvupósturinn mun skila betri árangri, viðskiptavinir munu líklega kaupa meira og því næst betri árangur.

Klaviyo er með þrjá innbyggða markhópa - virkir viðskiptavinir (enaged profiles), nýjir áskrifendur (new subscribers) og óvirkir (unengaged). Möguleiki er að virkja aðra markhópa t.d. áhættuhópa (Churn risk), hugsanlega kaupendur, VIP viðskiptavini og Win back viðskiptavini. Auðvelt er að bæta við reglum í þessum markhópum sem og að stofna nýja markhópa frá grunni. 

Hægt er að skilgreina út frá þessum hegðunum:

  • Það sem einhver hefur eða hefur ekki gert - hegðun viðskiptavina
  • Eiginleikar um einhvern - einkenni um einhvern  
  • Staðsetningu
  • Ef einhver er eða er ekki á lista
  • Ef einhver er eða er ekki lagður til hliðar (surpressed)

5. Senda út fyrstu herferðina

Hver.

Fyrsta skrefið er að ganga úr skugga að skilaboðin séu miðuð á viðeigandi hóp. Hver póstur er með sinn markhóp og ekki allir passa við allt. Klaviyo mun sjálfkrafa fjarlægja suppressed prófila og alla tvöföldun á tölvupóstum - því mun listinn hafa færi viðtakendur. Oft er þægilegt að stilla Smart Sending til að ganga úr skugga að  viðskiptavinurinn fær ekki of marga upplýsingapósta.

Hvað.

Það er einnig hægt að tengja Google Analytics til að fylgjast með. Í kjölfarið á að hanna tölvupóstinn með auðveldri uppsetningu í Klaviyo. Valið stendur á milli uppsetningu í Klaviyo, text-only tölvupóst eða nota eitt af innbyggðu tölvupóstsniðmátunum til að byggja upp herferðina. Hér er hægt að aðlaga eftir þörfum og hanna herferðina til að endurspegla vörumerkið.  

Hvernig.

Í síðasta skrefi við að senda herferð mun Klaviyo fara í gegnum gátlista til að ganga úr skugga um að tölvupósturinn sé í toppformi. Eftir að réttu útliti og skilaboðum er náð er hægt að senda út samstundis eða áætla útsendingu fyrir annan tíma. Ef ákveðið er að senda síðar er hægt að haka við möguleikann að senda á uppfærðan lista þegar útsendingartími kemur - ef einhverjir aðilar hafa bæst við listann. Það er einnig hægt að stilla tímann svo allir fá tölvupóstinn á sama tíma óháð tímabelti. 

 6. Hvað er rennsli/flæði?

Flæði eru sjálfvirkar tölvupóstsseríur sem kveikt er á með hegðun eða aðgerðum. Þeir samanstanda af einum eða fleirum tölvupóstum sem eru settir upp til að sendast út eftir fjölda atburða hafa sér stað. Flæði tryggir að viðskiptavinir hafa sérsniðna upplifun með lágmarkstíma af hálfu fyrirtækisins. Það er hægt að setja flæðið af stað til þeirra sem eru bættir við lista/markhóp, framkvæma einhverja hegðun, eða tengja flæði við sérstaka dagsetningu eins og t.d. fyrsti kaupdagur. Alltaf er hægt að bæta við flæði til að kalla fram aðgerð og fínstilla það frekar. 

7. Að búa til rennsli/flæði 

Það er auðvelt að búa til flæði í Visual Flow Builder í Klaviyo. Þar er hægt að draga og sleppa eiginleika og sjálfvirkni sem óskað er eftir. Einnig er hægt að bæta töfum á skilaboðum, skipta niður í markhópa, tilgreina tölvupósts hönnun eða uppfæra prófila. Innan flæðisins eru einnig greiningar til að sjá hvernig tölvupósturinn gekk. Mögulegt er að nota tilbúin fæði í Klaviyo eða byggja upp frá grunni. Tvö helstu flæðin til að kveikja strax á væru velkominn flæði (Welcome series) og fyrir yfirgefna körfu (Abandoned Cart).

Klaviyo post purchase flow email marketing

8. Skráningarform.

Í Klaviyo má búa til skráningarform til að poppa upp (popup), fljúga út (flyout) eða fella inn á vefsíðu (embedded). Signup Form Builder skráningarform auðveldar þessa aðgerð. Það er auðvelt að bæta við texta, myndum, tökkum og allskonar eiginleikum til að safna upplýsingum frá viðskiptavinum. Að auki er hægt að setja upp áskriftarsíður sem eru lendingarsíður þar sem má beina fólki til að skrá sig á póstlista, í keppni eða fá sérstaka kynningu.

Skráningarform - netverslun

9. Greiningar.

Vel gert! Allt sett upp! En nú þarf að skoða einn mikilvægasta eiginleikann og það er mæliborðið (Dashboard) hjá Klaviyo. Besta leiðin til að kanna skilvirkni núverandi markaðsstefnu er að skoða alla skýrslugerðareiginleikana sem Klaviyo hefur uppá að bjóða. Það er hægt að nálgast flæði og greiningar herferðar með því að smella á viðkomandi tölvupósta og fletta í viðkomandi greiningarflipum (Analytics tab). Að auki, með því að fletta yfir á greiningarflipann frá aðalsíðunni, er hægt að setja upp mælaborð ef þínum óskum. 

Til að hækka opnunartíðni og prófa hvernig er hægt að betur umbæta er gott að gera A/Bprófarnir á flæðum og herferðum.

Klaviyo greiningar netverslanir

Leit