Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Shopify námskeið í samstarfi við Akedemias

Við hjá Koikoi höfum sameinað krafta okkar með  til að bjóða öllum tækifæri til þess að læra hvernig hægt er að búa til netverslun með Shopify, vinsælasta vefverslunarkerfi í heimi. Yfir 500 fyrirtæki á Íslandi nota Shopify núþegar og erum við hjá Koikoi Shopify samstarfsaðilar.
Námskeiðið fjallar um öll helstu atriðin hvað varðar að koma netverslun í loftið og gerir öllum kleift að læra á sínum hraða og hvert málefni er sett upp í stutt myndbönd.
Farið er skref fyrir skref yfir það hvernig vefverslun er uppsett með Shopify og hvernig kerfið virkar. Mörg stór jafnt sem smærri fyrirtæki nota kerfið vegna einfaldleikans og hversu hagkvæmt það er. Má þar nefna Red Bull, Kylie Cosmetics og Bláa Lónið.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvernig við náum hámarks árangri með vefverslun
  • Að setja upp vefverslun frá grunni í Shopify
  • Vinna með vörur og afbrigði í Shopify
  • Vinna með vöruflokka í Shopify
  • Uppsetning á skilmálum, skattastillingur og sendingarmátum
  • Tengja greiðslusíður við vefverslun
  • Reynslu Koikoi í að vinna með vefverslana kerfi
  • Næstu skref til að byggja upp arðbær viðskipti á netinu

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem koma að verkefnum tengdum vörusölu á netinu, bæði þeim sem eru að byrja og þeim sem eru lengra komnir. Námskeiðið hentar bæði einyrkjum og starfsmönnum stærri fyrirtækja og í öllum atvinnugreinum.

Hagnýt atriði:

Fjarnám alltaf í boði á netinu, skráðu þig í dag og þú getur byrjað að læra strax!
Þátttakendur hafa aðgang að námsefni í sex mánuði.
Verð 34.900 kr.

Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi og Vinnumálastofnun veitir styrk fyrir 50% af námskeiðsgjaldi.

Leit