Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Koikoi - Vottaðir Klaviyo Gold Partner

Hámörkun í árangri tölvupósts markaðsherferða

Klaviyo er öflugasta lausnin á markaðnum fyrir tölvupóstsamskipti. Klaviyo er einstaklega einfalt í notkun en á sama tíma ótrúlega áhrifaríkt fyrir sölu. Þar má nefna öfluga sjálfvirkni, víðtæka gagnagreiningu á hegðun viðskiptavina og auðveldar samþættingar við samfélagsmiðla.

Klaviyo er hannað frá grunni til að auðvelda þér markaðstarfið en jafnframt auka arðsemi á sama tíma. 

Tölfræði Klaviyo sýnir að:

62% er meðal ROI hjá notendum Klaviyo

30+% af heildarsölu á netinu kemur í gegnum Klaviyo

35% af meðaltali þess kemur frá sjálfvirkni

Klaviyo kerfið er hannað frá grunni til þess að hámarka sölu og spara tíma á meðan önnur kerfi eins og Mailchimp eru upprunalega hönnuð til að senda út fréttabréf.

Koikoi býður eins og er upp á sérstakan 25% kynningarafslátt.

Sjálfvirknivæðing í markaðsstarfinu

Sjálfvirkni Klaviyo hjálpar þér að nota tímann þinn frekar í að fá nýjar hugmyndir til að auka arðsemi og vöxt. Með Klaviyo getur þú sent sértæka sjálfvirka tölvupósta sem byggja á viðskiptasögu og virkni viðtakandans.

Auk þess er mjög auðvelt að gera prófanir á mismunandi póstum til að sjá hvað leiðir til aukinnar sölu. Með flæðum (Flows) er hægt að halda samtalinu síðan áfram í þeim farveg sem er viðeigandi fyrir hvern og einn viðskiptavin.

Koikoi - Klaviyo - Sjálfvirknivæðing í markaðsstarfinu

Einfalt í uppsetningu - Tímasparandi fyrir starfsmenn

Klaviyo kerfið er mjög einfalt að samþætta við þekktari vefverslana kerfi eins og Shopify, Woocommerce og Bigcommerce. Innbyggð sjálfvirknivæðing hjálpar þér að eyða ekki dýrmætum tíma að óþörfu.

Einnig er hægt að tengja kerfið við allar aðrar vefþjónustur í gegnum einfaldan API gegn aukagjaldi. 

Koikoi - Klaviyo - Einflat í uppsetningu

360° yfirsýn á viðskiptavini - Öflugt CRM kerfi

Að byggja upp viðskiptasambönd á netinu er ekkert öðruvísi en í raunheimum. Þú þarft að hlusta á viðskiptavini, greina og skilja hvað þeir eru að segja (beint eða óbeint), síðan framkvæma út frá þeirri innsýn—í rauntíma.

Flestar hugbúnaðarlausnir flækja og lengja þetta ferli, og ná aldrei fullkomlega að uppfylla þarfir þínar. En með Klaviyo getur þú fengið hugmynd í morgunsárið og komið henni til skila eftir hádegi.

Koikoi - 360° yfirsýn á viðskiptavini

Gagnadrifin markaðssetning

Klaviyo gerir þér kleift að byggja upp gagnadrifin tengsl við viðskiptavini. Þú getur samþætt þig við leiðandi vefverslana kerfi eins og Shopify, haldið uppi persónulegum samskiptum og haft aðgang að öllum upplýsingum á einum stað með auðveldri yfirsýn.

Hafðu stjórn á þinni eigin markaðsetningu og skapaðu upplifun fyrir viðskiptavinina sem hæfir þínu fyrirtæki.

Koikoi - Klaviyo - Gagnadrifin markaðssetning

Uppsetning og innleiðing á Klaviyo

• Stofnun reiknings og tenging milli vefsíðu og Klaviyo

• Innleiðing og uppsetning á Klaviyo

• Yfirferð á póstlistum 

• Póstlistar færðir yfir í Klaviyo

• Þýðingar á grunnvirkni Klaviyo

• Uppsetning á skráningarformum/Pop Up og Embedded Forms

• Upphitun á póstlista - 4 póstar á 4 vikum - „IP Pool Heating“

• Uppsetning á 3 sjálfvirkum tölvupóst flæðum 
  - Welcome series
  - Cart recovery
  - Browse abandonment

• Ráðgjöf við stefnumótun tölvupóst-herferða

• Skilgreining á KPI´s og benchmarks

• Hönnun á flæðum og fréttabréfum er í ykkar höndum, nema sé samið um annað. Athugið að kostnaður frá Klaviyo hendi fer eftir stærð póstlista, sjá nánar hér.

Kynningarverð: 367.500kr. + VSK

*Tilboðið gildir til 10. september 2020

Tölum saman

Hafðu samband ef þú ert með spurningar, vilt bóka fund eða ef þú vilt bara spjalla. Við erum hér til að hjálpa þér!

Leit