Það er ekkert efni komið. Bættu við efni í þennan reit með því að nota hliðarstikuna.

Image caption appears here

Add your deal, information or promotional text

Koikoi - Sóley Organics - Shopify vefverslunarkerfi

Árangur

Síðan var unnin á þremur mánuðum á föstum þjónustusamningi.

+ 200%

Aukning á kauphlutfalli

#1

Á Google fyrir leitarorðið Icelandic Skincare

VIÐSKIPTAVINUR

Sóley Organics

HELSTU VERKÞÆTTIR

* Flutningur í Shopify

* Shopify Payments

* Tenging við lager í UK

* Yfirfærsla á vöruskrá

* Myndvinnsla & sérhönnun

* Leitarvélabestun

* Textaskrif

* Sérhönnun á staðfestingarpóstum

* Reviews

* Ráðgjöf við stefnumótun

* Ráðgjöf við markaðssetningu á erlendum mörkuðum

YFIRFÆRÐUM VEF Í SHOPIFY

Sóley Organics var í vefumsjónarkerfi sem þjónaði ekki þörfum þeirra. Upplifunin var hæg þróun, lítið um nýjungar og allar breytingar á vef voru kostnaðarsamar. Í stuttu máli var kerfið þeirra ekki tilbúið til að vaxa með þeim á alþjóðavettvangi.

Sóley Organics hefur verið að sjá söluaukningu á vef undanfarin misseri og lítur sífellt meira í átt til vefsölu enda mikil tækifæri fyrir jafn einstaka vöru á alþjóðamarkaði.

Þörf var á yfirfærslu í nútímalegt vefumsjónarkerfi í skýinu sem ræður við þarfir viðskiptavina, stuðlar að frekari vöxt á alþjóðlegum markaðssvæðum og vex með vörumerkinu.

Koikoi - Sóley vefsíða

Náttúruleg framför

Með innri (og ytri) arkitektúr Shopify sem styður við marga gjaldmiðla á mismunandi markaðssvæðum og veitir öryggi, er skalanlegt vefumsjónarkerfi sem hjálpar fyrirtækjum að takast á við framtíðarvöxt.

Skoðaðu heimasíðuna hér https://soleyorganics.com/.

Skerpt á línum

Áhersla var lögð á ímynd Íslands og hreinleika í vali á myndum ásamt því að gefa húð og andlitsmyndum meira vægi, samhliða breytingum á ímynd vörumerkisins. Vinnustofa var haldin til að taka vörusíður á vefnum í gegn. Markmiðið var að auka upplýsingagjöf til viðskiptavina, skerpa á sérstöðu hverrar vöru og hækka kauphlutfall á vefnum í heild.

Heilt á litið þá heppnaðist þetta verkefni mjög vel og var samstarfið með Sóley Organics ákaflega gott.

Leit