Við höfum áralanga reynslu í því að setja upp vefverslanir, hvort sem um ræðir smáar, stórar, flóknar eða einfaldar. Við vinnum með öll helstu vefverslunarkerfin eins og Woocommerce, Magento og Saleor en mælum með Shopify. Sem samstarfsaðilar Shopify þá leggjum við mikla áherslu á að útlit og virkni komi saman. Við leiðum þig í gegnum allt ferlið, sjáum til þess að þú náir að hámarka sölu, halda áfram að vaxa og ná þínum markmiðum. Við sjáum ennfremur til þess að viðskiptavinir þínir fái sömu upplifun óháð tæknilausnum, svo nálgumst við öll þau vandamál sem geta komið upp út frá gagnadrifnum ferlum og hönnunarmiðaðri hugmyndafræði.
Uppsetning og innleiðing
Hönnun og þróun
Stefnumótun fyrir netverslun
Viðmótshönnun
Samþætting kerfa
Greining á vaxtartækifærum
Ráðgjöf fyrir sendingar
Ráðgjöf fyrir afgreiðslu pantana
Tillögur að nýjungum og viðbótum
Best practices til að auka kauphlutfall
Notendaprófanir og hitakort
Við erum sérhæfð í að stefnumóta, hagræða og fullnýta möguleika fyrirtækja þegar kemur að markaðsetningu á netinu og í gegnum tölvupóst.
Við vinnum með Klaviyo vegna þess að það er fremst á sínu sviði og býður upp mun þróaðri lausnir en samkeppnin, þrátt fyrir að vera einstaklega auðvelt í notkun. Það samþættir auðveldlega við leiðandi lausnir í netverslun og býður upp á öfluga innbyggða sjálfvirkni sem leiðir til aukinnar sölu. Við hjálpum þér að búa til markvissa stefnu sem er sérsniðin að þínum þörfum. í Klaviyo ertu með heildarsýn yfir viðskiptavini og stýrir herferðum á mun einfaldari og áhrifaríkari máta en með öðrum kerfum. Ennfremur hjálpum við þér að skipuleggja herferðir á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram og Google. Við vitum líka að það er ekki bara nóg að fá fólk inn á síðuna og því hjálpum við þér einnig að besta netverslunina til að auka arðsemi.
Markaðsáætlanir
Uppsetning, prófanir og ítranir á tölvupóstherferðum
Leitarvélabestun
Umsjón með auglýsingum á Facebook og Google
Betri ROAS
A/B prófarnir og bestun
Sendu á okkur línu og við hjálpum þér að finna bestu lausnirnar til þess að hámarka árangur þinn í sölu á netinu.